Frétt

Orð af orði

Við minnum á fyrsta fræðslufundinn í vetur með Guðmundi Engilbertssyni, sem verður fimmtudaginn 9. nóvember í grunnskólanum á Reyðarfirði milli klukkan 13.00 og 16:00.

Við hvetjum alla til að mæta og dusta rykið af „orðanáms- og lesskilningsverkfærunum“ og læra meira um orða- og hugtakavinnu.

Yfirskrift fræðslufundarins er:

Margbreytileg útfærsla orðavinnu í samhengi við námsefni.

Á fræðslufundinum rifjar Guðmundur upp lykilaðferðirnar og fjallar um:

• fjölbreytilega útfærslu þeirra,
• hvaða orðaforða ætti að leggja áherslu á í kennslu og
• hugmyndir um markvisst og kerfisbundið skipulag á orða- og hugtakakennslu

Megináhersla verður lögð á hagnýta vinnu — kennsluæfingar — og þannig sýnt í verki hvernig skipuleggja má fjölbreytilega orða- og hugtakavinnu í samhengi við námsefni.

Efni fræðslufundarins ætti að henta öllum kennurum grunnskóla.


Með bestu kveðju
Starfsfólk Skólaskrifstofu Austurlands