Frétt

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Héraðshátíðar Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk þennan veturinn verða haldnar þann 7. og 8. mars 2018.

Fyrri hátíðin verður haldin í Eskifjarðarkirkju þann 7. mars kl. 16.00 fyrir grunnskólana í Fjarðabyggð og á Breiðdalshreppi.

Sú síðari verður haldin í sal Egilsstaðaskóla fyrir grunnskólana á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Vopnafirði þann 8. mars kl. 16.30.

Héraðshátíðarnar verða að venju hátíðlegar og skemmtilegar. Þar lesa þátttakendur upp sögubrot og ljóð og boðið er upp á tónlistarflutning í boði tónlistarskólanna og veitingar í boði Fellabakarís og Mjólkursamsölunnar.

Allir eru velkomnir.