Frétt

Héraðshátíðum Stóru upplestrarkeppninnar 2018 er lokið

Héraðshátíðum Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk er lokið á Austurlandi. Þetta er í 17. sinn sem Stóra upplestarkeppnin er haldin í á okkar svæði en hún var fyrst haldin í Hafnarfirði fyrir tuttugu og tveimur árum.

Markmið keppninnar er að þjálfa börn í framsögn og vöndunum upplestri.

Fyrri hátíðin fór fram í Eskifjarðarkirkju 7. mars. Þar tóku ellefu nemendur úr skólunum í Fjarðabyggð og Breiðdalshreppi þátt.

Í fyrsta sæti varð Þór Sigurjónsson Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í öðru sæti varð Randíður Anna Vigfúsdóttir Nesskóla og í þriðja sæti varð Einar Örn Valdimarsson Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Síðari hátíðin fór fram í sal Egilsstaðaskóla 8. mars. Þar kepptu tíu nemendur frá skólunum á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Vopnafirði.

Í fyrsta sæti varð Katrín Edda Jónsdóttir Egilsstaðaskóla. Í öðru sæti varð Aníta Ýr Magnadóttir Vopnafjarðarskóla og í þriðja sæti varð Hekla Arinbjörnsdóttir Egilsstaðaskóla.

Báðar hátíðarnar fóru vel fram og börnin stóðu sig mjög vel og voru á allan hátt til fyrirmyndar. Yfirdómari í keppnunum var Jón Hjartarson frá Reykjavík og með honum í dómnefnd var valinkunnugt fólk af Austurlandi. Magnús Stefánsson stjórnaði keppninni eins og mörg undanfarin ár.

Bæjarstjórarnir Páll Björgvin Guðmundsson í Fjarðabyggð og Björn Ingimarsson á Fljótsdalshéraði fluttu ávörp við hátíðar í sinni heimabyggð og nemendur úr tónlistarskólunum á Reyðarfirði og Eskifirði og Egilsstöðum léku á hátíðunum.

Ánægjulegt var að sjá félaga úr Félagi eldri borgarara á Reyðarfirði á hátíðinni á Eskifirði en nokkrir félagar þarf heimsækja nemendur í Grunnskólanum á Reyðarfirði reglulega og hlusta á börnin lesa til að styðja við lestrarnám þeirra.

Jarþrúður Ólafsdóttir umsjónarmaður með Stóru upplestrarkeppninni á Austurlandi