Frétt

Myndbönd og talglærur frá Menntamálastofnun um læsi

Menntamálastofnun hefur unnið ötullega að því að gefa út ýmiskonar fræðsluefni í tengslum við þjóðarsáttmála um læsi.

Á degi leikskólans bættu þeir við tveimur myndböndum , Orðaforði og Læsisráð, sem innihalda viðtöl við fagfólk og foreldra um mikilvægi þess að efla orðaforða og málþroska barna. Myndböndin nýtast bæði starfsfólki leikskóla svo og foreldrum og öðrum sem eiga í samvistum við börn.

Einnig má finna myndböndin Hvernig er mikilvægt að lesa fyrir börn? og Læsi í krafti foreldra.

Öll myndböndin má finna inn á slóðinni, https://mms.is/myndbond.

Menntamálastofnun hefur einnig gefið út talglærur varðandi lestur; https://mms.is/files/2019lestur-glaerur1-upptakasslogolokaglaeramp4 .

Myndböndin og talglærurnar eru fróðleiksmolar um mikilvægi orðaforða og hvernig efla megi læsi hjá börnum, sem nýtast öllum er koma að uppeldi barna.

Gangi ykkur vel í læsisuppeldinu