Frétt

Stóra upplestrarkeppnin 2018 - 2019

Héraðshátíðar Stóru upplestarkeppninnar er nú lokið. Þær fóru fram í Eskifjarðarkirkju 12. mars og í Egilsstaðaskóla 13. mars. Hátíðarnar fóru að venju vel fram og þátttakendur höfðu greinilega æft sig vel í upplestri og framsögn. Þeir lásu allir afar fallega og náðu hugum og hjörtum áheyrenda.

Á hátíðunum léku ungmenni á hljóðfæri og sungu. Á Eskifirði fluttu tónlistarnemendur frá Tónlistarskólanum á Eskifirði og Reyðarfirði tónlistaratriði og í Egilsstaðaskóla fengum við að heyra söng og píanóleik nemenda úr Tónlistarskólanum í Fellabæ.

Yfirdómari í báðum keppnunum var Þórður Helgason frá Röddum. Aðrir dómarar voru úr heimabyggð. Magnús Stefánsson stjórnaði keppninni en umsjónarmaður Stóru upplestrarkeppinnar á Austurlandi fyrir hönd Skólaskrifstofunnar er Jarþrúður Ólafsdóttir.

Sigurvegarar á Héraðshátíðinni á Eskifirði voru:


1. Jakob Kristjánsson Nesskóla
2. Patrekur Aron Grétarsson Nesskóla
3. Axel Valsson Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Sigurvegarar á Héraðshátíðinni í Egilsstaðaskóla voru:


1. Björg Gunnlaugsdóttir Egilsstaðaskóla
2. Áslaug María Þórðardóttir Egilsstaðaskóla
3. Eyþór Magnússon Egilsstaðaskóla

Skólaskrifstofa Austurlands óskar þátttakendum og sigurvegurum til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni.

Myndirnar með fréttinni eru af sigurvegurunum í keppninni.