Frétt

PECS - örnámskeið

Í næstu viku, þann 23. janúar mun Sigrún Kristjánsdóttir halda PECS - námskeið á Austurlandi. Hún býður upp á örnámskeið í Myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) sem er óhefðbundin boðskiptaleið þróuð af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu.

Aðaláherslan í PECS er að þjálfa frumkvæði til að hafa boðskipti við aðra.

Þessi hugmynd um námskeið kom upp með mjög stuttum fyrirvara og vonum við að sem flestir notfæri sér þetta frábæra tilboð😊

Dagur: 23. janúar
Staður: Egilsstaðaskóli
Tími: 10:00 – 12:00

Námskeiðið er fyrir ALLA sem telja sig geta notað það í starfi sínu í leik- eða grunnskólum.

Við hvetjum einnig þá sem áður hafa setið það og vilja rifja upp að mæta😊

Kostnaður: 12.000 kr

Þátttaka tilkynnist til: bjorg@skolaust.is – fyrir kl. 16:00,  22. janúar

Vinsamlegast komið þessum upplýsingum hratt og örugglega til þeirra sem sinna þessum börnum.