Frétt

Tími til að lesa

Við bendum á skemmtilegt lestrarverkefni sem Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti af stokkunum 1. apríl. Verkefnið gengur út á hvetja þjóðina til að nýta tímann, sem gefst nú á tímum covid-19, til að lesa allt sem tönn á festir.

Verkefnið er tvíþætt, að hvetja alla til að lesa sér til gagns og gleði en einnig ætlar þjóðin að reyna að freista þess að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness en það hefur ekki verið gert áður og vonandi verður íslenska þjóðin til að ríða á vaðið.

Árangurinn verður því mældur í tíma, þar sem lesendur eru hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is þar er jafnframt hægt að fylgjast með lestri þjóðarinnar dag frá degi og fá hugmyndir að lesefni, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og ýmsan fróðleik um lestur. Verkefnið stendur til 30. apríl.

Í dag er góður tími til að hefja lesturinn því 2. apríl er dagur barnabókarinnar, sem er fæðingardagur hins ástsæla danska rithöfundar Hans Christian Andersen, sem fæddist árið 1805 í Odense og lést í Kaupmannahöfn 4. ágúst 1875.Síðustu daga hafa bangsar sest að í gluggum landsmanna við mikla gleði tindilfættra barna og foreldra. Nú væri gaman að landsmenn viðruð þær bækur sem fjölskyldan er að lesa, með því að tylla þeim í gluggasyllurnar, öðrum til hvatningar og fyrirmyndar.

Áfram lestur