Frétt

Endurmenntunarnámskeið í ágúst 2020-nýtt

Vakin er athygli á breytingum sem gerðar hafa verið á áður auglýstu fyrirkomulagi endurmenntunarnámskeiða Skólaskrifstofu Austurlands.

Numicon námskeiðin sem áætluð voru 10. ágúst falla niður.


Önnur námskeið verða á auglýstri tímaáætlun.

Læsisfimman og stærðfræðiþrennan verður í fjarfundi (Google Meeting) og TEAMS – One note námskeiðið haldið í fjarfundi (ZOOM). Þátttakendur fá senda slóð og leiðbeiningar fyrir námskeiðin.

Námskeiðið um Námsmat verður í Grunnskóla Reyðarfjarðar skv. áætlun, þann 11. ágúst. og Hugarfrelsi á sama stað 12. ágúst.

Það er mjög brýnt að allir þátttakendur sem mæta á námskeiðin okkar á fari eftir sóttvarnarreglum og haldi 2 m reglu. Hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og taka fullt tillit til annara.

10. ágúst Fjarfundur kl 09:00 – Læsisfimman og stærðfræðiþrennan
11. ágúst Grunnskóli Reyðarfjarðar kl 10:00 – Námsmat
12. ágúst Grunnskóli Reyðarfjarðar kl 10:00 – Hugarfrelsi
13. ágúst Fjarfundur– kl 10:00 - TEAMS / One drive / One note