Frétt

Hugarfrelsi – frestun námskeiðs

Því miður þarf að fresta námskeiðinu Hugarfrelsi sem átti að vera í Grunnskóla Reyðarfjarðar á morgun, miðvikudaginn 12. ágúst.

Ekki er talið skynsamlegt að taka þá áhættu að stefna saman fjölda manns úr 10 skólastofnunum við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu með tillit til sóttvarna.

Þess í stað hefur verið tekin sú ákvörðun að halda námskeiðið í fjarfundi með þremur fyrirlestrum:


Fyrirlestur 1 miðvikudaginn 2. september kl. 14-16 eða 15-17.
Fyrirlestur 2 miðvikudaginn 16. september kl. 14-16 eða 15-17.
Fyrirlestur 3 miðvikudaginn 30. september kl. 14-16 eða 15-17.


Á fyrirlestrunum verður farið yfir verklegar æfingar með sýnikennslu og þátttakendur æfa sig síðan á milli fyrirlestra í aðferðafræðinni.

Æskilegt er að þátttakendur úr hverjum skóla vinni saman á námskeiðinu.