
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk 2020
Þann 29. og 30. september fóru fram Héraðshátíðar Stóru upplestrarkeppninnar á Austurlandi en þeim var frestað í vor vegna Covid ástandsins í landinu.
Hátíðarnar voru haldnar í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði fyrir skólana í Fjarðabyggð og í Golfskálanum Ekkjufelli fyrir skólana á norðanverðu Austurlandi. Hátíðarnar fóru vel fram og þátttakendur stóðu sig mjög vel.
Hátíðarnar voru óvenjulegar að því leyti til að takmarka varð aðgang við þátttakendur og kennara þeirra vegna ástandsins í samfélaginu. Engu að síður voru hátíðarnar hátíðlegar og upplestur barnanna til fyrirmyndar.
Sigurvegarar úr skólunum í Fjarðabyggð voru:
- Elín Eik Guðjónsdóttir Grunnskóla Reyðarfjarðar
- Orri Páll Pálsson Grunnskóla Eskifjarðar
- Ríkey Perla Arnarsdóttir Grunnskóla Breiðdals og Stöðvafjarðar
Sigurvegarar úr skólunum á Norðursvæðinu voru:
- Páll Jónsson Grunnskóla Borgarfjarðar
- Guðný Edda Einarsdóttir Egilsstaðaskóla
- Erlingur Páll Emilsson Vopnafjarðarskóla
Skólaskrifstofan óskar þátttakendum tl hamingju með með góðan árangur.