
Fjölbreytt jólaverkefni á vef Menntamálastofnunar
Minnum á fjölbreytt og falleg verkefni tengd jólunum inni á vef Menntamálastofnunar.
Má þar fyrst nefna Jólavefinn sem inniheldur ýmsan fróðleik tengdan jólunum ásamt jóladagatali.
Boðið er einnig upp á tvö desemberdagatöl fyrir yngsta stigið.
Ekki síst er skemmtilegt verkefni inni á Læsisvefnum sem ber heitið Jóla, jóla, jóla… en þar stingur Kertasníkir upp á 26 hugmyndum til að njóta bókalestrar um jólin.