Frétt

Þróunarverkefni fyrir foreldra barna í 1. bekk 2020 – 2021 Að efla barnið mitt í lestrarnáminu? - Hvernig á ég að hjálpa barninu mínu í lestrarnáminu?

Skólaárið 2020 – 2021 hefur Skólaskrifstofa Austurlands stýrt þróunarverkefni sem lýtur að fræðslu og kynningu á læsi og lestrarkennslu og þjálfunarefni í lestri fyrir foreldra nemenda í 1. bekk.

Skólastjórnendur fengu kynningu á verkefninu og voru á endanum fjórir skólar sem sýndu áhuga á að vera með.
Ætlunin er síðar að útfæra verkefnið betur og bjóða fleiri skólum að taka þátt.

Markmið og inntak verkefnisins er:

  • Meginmarkmið verkefnisins er að efla foreldra nemenda í 1. bekk til að takast á við lestrarnám barnsins, en niðurstöður LOGOS-skimana 2015 – 2020 sýna að 29 – 49% nemenda ná ekki lágmarksviðmiðum í leshraða og lestrarnákvæmni. Of seint getur því verið að grípa inn í og veita foreldrum ráð í 3. bekk.

  • Haldið verður námskeið fyrir foreldra þar sem þeir fá fræðslu um grunnþætti læsis; málþroska, hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu. Kynntar verða markvissar og einfaldar aðferðir til að efla og þjálfa alla þætti læsis, sem foreldrum nota síðan í heimalestrinum stig af stigi og í takt við getu og þroska barnsins.

  • Eftirfyglni verður með verkefnin með þremur stuttum fundum með foreldrum yfir skólaárið.

  • Frumskimun hjá nemendum í ágúst/september; bókstafakunnátta og lestur, hljóðkerfisvitund og nefnuhraði. Endurmat í janúar og önnur skimunarpróf frá mms.is skoðuð jafnóðum til að meta árangur.

  • Umsjónarkennari vinnur með kennsluráðgjafa að þessu verkefni, s.s. að sitja fundi, leggja fyrir skimunarpróf og rýna í niðurstöður.

Kennsluráðgjafi Skólaskrifstofu heldur utan um þróunarverkefnið og stýrir því í samvinnu við umsjónar-kennara og stjórnendur.

Því miður hefur verkefnið ekki gengið alveg nógu vel í öllum skólunum. Í tveimur skólum heltust umsjónarkennarar úr lestinni á haustmánuðum og síðan hefur COVID-19 haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að halda eftirfylgnifundi, nema í minnsta skólanum, en þar hefur kennsluráðgjafi ná að hitta foreldra.

Eins og með öll þróunarverkefni, þarfnast verkefnið endurskoðunar og miklu væri áorkað með því að útbúa stutt myndbönd varðandi einfaldar þjálfunarleiðir í lestri s.s. hvernig efla megi hljóðkerfisvitund og bókstafaþekkingu, sem er undirstaða í læsisnámi.