Hér á eftir eru nokkur leiðbeinandi úrræði:
- Til að fá xxxx til að klára orðin sem hann er að lesa er hugsanlegt að nota eftirfarandi aðferð:
lesa ólesinn texta t.d. nokkrar línur sem hann á að æfa sig á sjálfur
búið að ákveða hvað mega vera margar villur/endurtekningar (hann sjálfur)
les sjálfur nokkrum sinnum yfir textann
Þegar hann les fyrir kennarann/foreldrið – merkir viðkomandi t.d. með áherslupenna
- villurnar með grænum penna –
orðin sem hann slítur í sundur með gulum penna
eða merkja bara villurnar
- villurnar með grænum penna –
- lesbútaaðferð, þ.e. strika undir sérhljóðin og skipta þeim niður í atkvæði/lesbúta, unnið út frá samfelldu lesefni, nemandi finnur erfið orð í textanum og lærir að skipta þeim niður í lesbúta1
- þjálfa lestur langra stakra orða til þess að æfa lestrarnákvæmni sjá Lesum lipurt2
- þjálfa markvisst einfaldan og tvöfaldan samhljóða, með fjölbreyttu efni s.s. Hljóðskraf3
- nota t.d. kennsluforritið Lestur og stafsetning4
- Endurtekinn lestur/hlítarlestur í t.d. 6 vikur, þar sem lesinn er stuttur texti í tvær eða þrjár mínútur, sami texti lesinn þrisvar og árangur skráður í hvert sinn. Einfaldast er að telja línurnar sem lesnar eru í hvert skipti. Hægt er að skrá framfarir á súlurit. Tekið er hraðlestrarpróf í byrjun og nemandinn ákveður hversu mikið hann ætlar að bæta sig á tímabilinu. Þessi aðferð hentar mjög á bekkjarvísu. Nemendur lesa heima á hverjum degi og skrá sjálfir.
___________________________________________________
1Rannveig Lund 1988. Að hlusta, sjá og skrifa. Námsgagnastofnun.
2Sigríður Ólafsdóttir 2003. Hjalli ehf.
3Rósa Eggertsdóttir 1999. Útgef. Rósa Eggertsdóttir.
4Bryndís Skúladóttir 1998-2000. Námsgagnastofnun.