Skólaskrifstofa Austurlands

Skólaskrifstofa Austurlands

Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag 7 sveitarfélaga á Austurlandi frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogshrepps í suðri. Nemendur á svæði skrifstofunnar eru um 1430 í 12 grunnskólum og um 700 börn í jafnmörgum leikskólum. Starfsemi skrifstofunnar byggir á samningi byggðasamlagsins og lögum um leik- og grunnskóla nr. 90 og 91/2008 og reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Aðalfundur byggðasamlagsins er haldinn í október ár hvert.

Skólaskrifstofa Austurlands starfar í tveimur deildum, A deild - skólamál og B deild – málefni fatlaðra.

Samningur um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks 

Samningur um sameiginlegt þjónustusv.2018.